Fréttir

Áætluð eyðsla 1,2 milljarður á ferðalagi um Norðurland

Ferðamenn sem komu með easyJet til Akureyrar veturinn 2023-2024 eyddu 493 milljón krónum á ferðalögum um Norðurland, samkvæmt skýrslu sem var birt á vef Ferðamálastofu í gær. Miðað við sömu forsendur og voru notaðar í skýrslunni, má áætla að veturinn 2024-2025 hafi heildareyðslan verið ríflega 1200 milljónir króna.
Meira

Iðunn Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra

Iðunn Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra atvinnu-, menningar- og kynningarmála. Alls bárust 12 umsóknir um starfið, þar af dró einn umsókn sína til baka. Verkefnastjóri er starfsmaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar og mun hafa umsjón með verkefnum á sínu starfssviði, ásamt umsjón með skipulagningu og framkvæmd viðburða á vegum sveitarfélagsins og ýmsum öðrum menningarviðburðum. Auk þess verður verkefnastjóri með umsjón með heimasíðum, komum skemmtiferðaskipa, félagsheimilum og fleira.
Meira

Leikur í Síkinu í kvöld

Fyrsti heimaleikurinn er í kvöld 12. september og hefst leikurinn 19:15. Höttur ætlar að kíkja í Síkið og spila æfingaleik við karlalið Tindastóls. Rétt er að minna á að sala árskorta er í fullum gangi. 
Meira

Staðfestir eldislaxar í fjórum húnvetnskum laxveiðiám

Á vef Húna segir að í sameiginlegri tilkynningu frá Matvælastofnunar, Fiskistofu og Hafrannsóknastofnunar, um stöðu upprunagreininga laxa sem veiðst hafa nú í sumar, kemur fram að búið er að taka sýni og senda til erfðagreiningar sýni úr 30 löxum. Af þeim eru tíu fiskar staðfestir eldislaxar og því 20 sem reyndust villtir. Eldislaxarnir veiddust í Hrútafjarðará, Miðfjarðará, Vatnsdalsá, Blöndu, Reykjadalsá í Borgarfirði og Haukadalsá. Sýni úr þremur löxum eru í erfðagreiningu.
Meira

Hollir og góðir grautar ásamt orkumiklum hádegismat | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 19 var Guðbjörg Bjarnadóttir, íslensku- og jógakennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Króknum og er hún gift Sigurjóni Arthuri Friðjónssyni. Guðbjörg hefur frá því um tvítugt haft mikinn áhuga á öllu því sem stuðlar að heilbrigði og þá ekki síst á hollu og hreinu mataræði, stundum við litla hrifningu annarra fjölskyldumeðlima. Til dæmis þegar hún var að prófa sig áfram með baunarétti og sojakjöt hér á árum áður.
Meira

Samningar undirritaðir um hönnun nýrrar miðstöðvar skagfirskrar lista- og safnastarfsemi

Síðastliðinn þriðjudag skrifuðu Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Skagafjarðar og Þorvarður Lárus Björgvinsson framkvæmdastjóri Arkís arkitekta undir samning um hönnun byggingar nýs menningarhúss í Skagafirði og tilheyrandi endurbóta á eldra húsnæði Safnahúss Skagfirðinga. Samkvæmt samningnum eru skil útboðsgagna fyrir jarðvinnuútboð 15. mars 2026 og skil endanlegra útboðsgagna fyrir aðra hluta verkefnisins 15. maí 2026. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við nýtt menningarhús verði lokið fyrir árslok 2027.
Meira

Frábær þátttaka í Fjölskylduhlaupi í tilefni af Gulum september

Samstaða, jákvæðni og gleði ríkti í Fjölskylduhlaupinu sem fór fram í gær á Sauðárkróki. Hlaupið var samstarfsverkefni KS og Vörumiðlunar, með því vildu félögin leggja verkefninu Gulur september lið. Verkefnið er vitundarvakning um geðrækt og sjálfsvígsforvarnir.
Meira

Naumur sigur Stólastúlkna í Kennó

Kvannalið Tindastóls spilaði fyrsta æfingaleik sinn fyrir átökin í Bónus deildinni sem fer af stað um mánaðamótin. Andstæðingurinn í gær var lið Ármanns sem tryggði sér sæti í efstu deild í vor. Leikið var í íþróttahúsi Kennaraháskólans og það voru gestirnir sem höfðu betur, unnu nauman sigur, 76-79.
Meira

Það hleypur á hleðslusnærið hjá Skagstrendingum

Á vef Skagastrandar er sagt frá því að af hleðslustöðvarmálum í sveitarfélaginu séu góðar fréttir en það styttist í að uppsetning á hraðhleðslustöð verði klár. Um er að ræða 150 kW Alpitronic hraðhleðslustöð opna almenningi með tveimur CCS2 tengjum. Hægt verður að hlaða tvo rafbíla samtímis. Stöðin verður staðsett á lóð Olís við Oddagötu 2. Hraðhleðslustöðina má finna í Ísorku appinu og verður aðgengileg með hleðslulykli Ísorku og með Ísorku appinu.
Meira

Stefnir í hrun í komu skemmtiferðaskipa til Skagafjarðar næsta sumar

Gistináttagjald á skemmtiferðaskip er talsvert til umræðu nú en útlit er fyrir algjört hrun í komu skemmtiferðaskipa til minni hafna landsins og því umtalsvert högg fyrir sveitarfélög, hafnir og ferðaþjónustufyrirtæki á landsbyggðinni. Gjaldinu var breytt um síðustu áramót og segir Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Skagafjarðar að aðeins sjö heimsóknir skemmtiferðaskipa séu áætlaðar næsta sumar en þær voru 25 í sumar.
Meira